Kraftmikill og fjölbreyttur hópur

Kraftmikill og fjölbreyttur hópur hóf vinnu hjá Skapandi sumarstörfum í Garðabæ á dögunum. Hópinn skipa 14 hæfileikarík ungmenni á aldrinum 18-25 ára og munu þau öll nýta næstu vikur í hvers kyns listsköpun í Garðabæ. Garðbæingar eru hvattir til að fylgjast með Instagram-síðu starfsins þar sem einstaklingsviðburðir og lokahátíð verður auglýst ásamt upplýsingum um hvert verkefni fyrir sig.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar