Kósístofur klárar fyrir Jazzhátíð Garðabæjar sem verður sett kl. 17 í dag

Nú er allt orðið klárt fyrir Jazzhátíð Garðabæjar eins og sjá má á myndum, kósístofurnar búnar að taka á sig mynd. Klukkan 17 í dag mun svo Ómar Guðjónsson listrænn stjórnandi jazzþorpsins opnar hátíðina ásamt Almari Guðmundssyni bæjarstjóra.

Jazzþorpið í Garðabæ mun yfirtaka Garðatorg dagana 19. – 21. maí. Fram koma margir af helstu jazztónlistarmönnum landsins svo sem Mezzoforte, Ragnheiði Gröndal, Kristjönu Stefáns, Högna Egils og Valdimari Guðmunds svo einhverjir séu nefndir.

Jazzgeggjuð dagskrá á Garðatorgi

Föstudagur 19. maí

Á litla sviði kl. 17:00
Opnun Jazzþorpsins. Ómar Guðjónsson listrænn stjórnandi þorpsins opnar hátíðina ásamt Almari Guðmundssyni bæjarstjóra.

Ife Tolentino leikur brazilísk lög. 

Jazzljósmyndasýning, jazzbjór, jazzbíó, náttúruvín, kaffibíllinn, fiskisúpa, jazzplötubúð og kósístofur.

Á stóra sviði kl. 20:00
Louis Armstrong tribute
Arctic Swing Quintet:
Snorri Sigurðarson – Trompet
Haukur Gröndal – Saxófón
Kjartan Valdimarsson – Píano
Þorgrímur Jónsson – Kontrabassi
Eric Quick – Trommur
Sérstakur gestur Sigurður Guðmundsson 

Klukkan 22.00 – 23.00
Dj Sammi Jagúar þeytir skífum í kósístofum

Laugardagur 20. maí

Klukkan 11.00
Þorpið opnar, plötubúð, kaffi, súpa, jazzbjór, náttúruvín og kósí

Á litla sviði: Klukkan 12.00
Skuggamyndir frá Býsans.
Tónlist frá Balkanskaganum.

Ásgeir Ásgeirsson – Gítar
Þorgrímur Jónsson – Bassi
Matti Kallio – Harmonikka
Eric Quick – Trommur

Klukkan 15.30
Jazzspjall Jónatans Garðarssonar 

Klukkan 16.30
Ungir jazza. Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram.

Klukkan 17.30
Jazzkviss. Pétur Grétarsson fær til sín jazzara í kviss.

Á stóra sviði klukkan 20.00
Mezzoforte
Eyþór Gunnarsson – Hljómborð Friðrik Karlsson – Gítar
Jóhann Ásmundsson – Bassi
Jonas Wall – Saxófónn
Ari Kárason – Trompet
Rumen Dalen – Trommur

Á litla sviði kl. 22.30 – 23.00
Dj Sammi Jagúar heldur uppi stofustemningunni

Sunnudagur 21. maí

Tileinkaður Jónasi og Jóni Múla Árnasonum

Klukkan 11.00
Þorpið opnar dyr. Veitingasala og plötubúð og kósístemning.

Á litla sviði klukkan 12.00
Uppáhellingarnir
Lög Jóns Múla við texta Jónasar. Ragnheiður Gröndal – Söngur Matthías Hemstock – Trommur Steingrímur Teague – Píano Andri Ólafsson – Bassi Rögnvaldur Borgþórsson – Gítar

Klukkan 15.30
Jazzspjall. Tómas R. Einarsson segir frá Jói Múli í máli og myndböndum. 

Klukkan 17.00
Ungir jazza. Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar leika Jóns Múla- og Jónasar lög.

Á stóra sviði klukkan 20.00
Lokatónleikar Jazzþorps Garðabæjar. Jónasar og Jóns Múla tribute.
Anna Gréta Sigurðardóttir – hljómsveitarstjórn og útsetningar
Anna Gréta Sigurðardóttir – Píano
Birgir Steinn Theodórsson – Kontrabassi Matthías Hemstock – Trommur Matthías Stefánsson – FIðla
Þórdís Gerður Jónsdóttir – Selló
Reynir Sigurðsson – Víbrafónn
Ásamt stórsöngvurunum:
Ragnheiði Gröndal, Kristjönu Stefáns, Högna Egils og Valdimari Guðmunds.

Á litla sviði:
DJ Sammi Jagúar lýkur dagskrá Jazzþorpsins 2023.

Það sem gerir stemninguna í Jazzþorpinu í Garðabæ einstaka:

• Góði hirðirinn skaffar húsgögn í kósístofur þorpsins, húsgögnin verða flest til sölu.
• Náttúruvín frá Tíu Sopum
• Jazzbjór frá Móa Ölgerðarfélagi
• Te&kaffi kaffibíllinn
• Fiskisúpan hans Kela
• Lucky Records Jazzplötubúð
• Jazzbíó
• Jazzljósmyndasýning, nýjar og eldri myndir eftir Rúnar Gunnarsson og Hans Vera

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar