Klassíski leshringurinn kemur saman að nýju

Fyrsti fundur vetrarins hjá klassíska leshringnum í Bókasafni Garðabæjar verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 26. september kl. 10:30.

Leshringurinn hittist annan hvern þriðjudag, kl.10:30 – 12, í lesstofu Bókasafns Garðabæjar, Garðatorgi 7, 26. september – 5. desember 2023.

Lesin verða verk tólf íslenskra nútíma karlrithöfunda sem mörg hver fjalla um málefni sem snerta samtímann. Fræðst verður um höfundana og rabbað á léttum nótum um efnið, lífið og tilveruna.

Kaffi í boði.

Nýir meðlimir velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar