Kjörseðillinn gerði Miðflokknum erfitt fyrir í Garðabæ

Lárus Guðmundsson, oddviti Miðflokksins í Garðabæ, segir að frambjóðendur flokksins í Garðabæ hafi heyrt af kjósendum í bænum sem héldu að Miðflokkurinn væri ekki í framboði í Garðabæ þar sem það hafi ekki fundið Miðflokkinn á kjörseðlinum.

Ég hef aldrei séð svona framsetningu á kjörseðli

En getur það verið að kjósendur í Garðabæ hafi ekki áttað sig á kjörseðlinum sem var þrískiptur (sjá mynd) og heldurðu að það hafi breytt eitthvað um lokaatölur Miðflokksins? ,,Ég held klárlega að kjörseðilinn hafi gert Miðflokknum erfitt fyrir. Hef aldrei séð svona framsetningu á kjörseðli, en hef þó kosið oft,“ segir Lárus í viðtali við Garðapóstinn og kgp.is

Kjörseðillnn í Garðabæ. Mynd: Aðsend

Eðli kosninganna að einhverjir verði undir

En þetta hafa vart verið það mörg atkvæði að þau hefðu breytt einhverju fyrir flokkinn í kosningunum á laugardaginn? ,,Ég treysi mér ekki til að leggja faglegt mat á það, en það er mikilvægt að kjörseðilinn sé einfaldur,“ segir Lárus sem viðurkennir það séu mikil vonbrigði að hafa ekki fengið meira fylgi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn og vera ekki nær því að ná inn kjörnum fulltrúa í bæjarstjórn enda sé hann mikill keppnismaður. ,,Ég vil nota tækifærið og óska þeim flokkum, sem náðu kjöri, innilega til hamingju. Þó að það sé svekkjandi að fá ekki áheyrn hjá kjósendum, þá er það eftir sem áður, eðli kosninga að einhverjir verði undir,“ segir hann.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar