Keppnisbúningar innifaldir í æfingagjöldum sem samtarfsaðilar handkattleiksdeildar greiða

Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar ásamt barnabarni sínu, Kolbrúnu Eddu

Eins og fram kemur í grein Péturs Bjarnasonar, formanns handknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem birtist í Garðapóstinum og hér á kgp.is í síðustu viku, þá hefur handknattleiksdeildin ákveðið að koma til móts við foreldra iðkenda með því að láta keppnisbúninga fylgja með æfingagjöldunum í vetur, en það verður nýtt útlit á keppnisbúningunum.

Æfingjöldin hækka ekki vegna keppnisbúninganna

Garðapósturinn spurði Pétur hvernig þetta hafið komið til og hvort æfingagjöldin muni þá hækka töluvert þar sem keppninsbúningurinn sé inn í æfingagjöldunum? ,,Gjöldin hækka ekki vegna búninganna. Það er kominn tími á uppfærslu búninganna því að iðkendurnir okkar hafa verið að keppa í mismunandi búningum með gömlu útliti merkinga samstarfsaðila okkar og svo er líka gaman fyrir krakkana að vera í eins búningum og leikmenn meistaraflokkanna. Að auki erum við að koma til móts við foreldra þar sem að síðustu tveir vetur hafa verið með takmörkunum og æfingar/keppni verið skert en æfingagjöldin verið greidd eins og í venjulegu ári,” segir Pétur.

En getur deildin tekið á sig þennan auka kostnað sem skapast við kaup á keppnis-búiningunum eða mun þetta bitna á umgjörðinni? ,,Það verður vísitöluhækkun á gjöldunum þetta árið sem gengur þvert yfir allt félagið og var ákveðið af aðalstjórn, en við erum að fjármagna kaupin á búningunum með samstarfsaðilum og bættum rekstri.”

Vonandi að bæjarbúar kunni að meta þetta

Vonandi kunna bæjarbúar að meta þetta Þannig að það er fyrst og fremst verið að koma til móts við foreldra og iðkendur með frábærum hætti? ,,Já, það var hugmyndin. Hún kviknaði fyrir síðasta tímabil en ekki var unnt að koma henni í framkvæmd fyrr en nú. Vonandi kunna bæjarbúar að meta þetta og koma með börnin sín í handboltann til okkar. Að auki þá er gott að koma í TM-höllina þar sem að góður andi ríkir og allir eru velkomnir,” segir hann að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar