Katrín Jakobsdóttir lætur gæsahúðina rísa og stýrir æsispennandi spurningarkeppni á Bókasafni Garðabæjar.

Hið íslenska glæpafélag er 25 ára í ár og í tilefni afmælisins hefur Ævar Örn Jósepsson formaður félagsins samið frábærar og alræmdar spurningar fyrir bókasöfnin í landinu. Spurningakeppnin haldin á mörgum almenningsbókasöfnum samtímis, í aðdraganda Bókasafnsdagsins sem ávallt er fagnað í september.

Bókasafn Garðabæjar býður því upp á Glæpakviss þann 5. september klukkan 17:00. Þá mætir Katrín Jakobsdóttir og lætur gæsahúðina rísa er hún stýrir æsispennandi spurningarkeppni.

Það verður hryllilega góð stemning, glæpsamlega góðar veitingar og leyndardómsfull verðlaun í boði fyrir þau sem þora að mæta.

Ekki láta þig og þitt lið vanta.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins