Karnivalsstemning í Garðabæ 18.-20. júlí

„Við erum að gera lífið skemmtilegra! Karnivalsstemningu í Garðabæ! Þessi leikjavagn er fullur af frábæru dóti og leikjum sem hægt er að setja upp með litlum fyrirvara við ýmis tilefni,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Sambandið fagnar 100 ára afmæli á þessu ári og heldur upp á það með afmælið með óvenjulegum hætti. Veislan er í formi leikjavagns sem verður staðsettur á nokkrum stöðum á UMSK svæðinu í sumar og er öllum boðið. 

Vagninn verður í Bæjargarðinum  dagana 18. til 20. júlí. Þar munu tveir eldhressir starfsmenn smella upp leiksvæði með tónlist, og allskonar skemmtilegu leikjadóti. Hressir Garðbæíngar frá kornungu til eldriborgara geta komið og skemmt sér í allskonar leikjum á meðan vagninn er í Garðabæ. Þetta er endurgjaldslaus skemmtun fyrir alla. Alvöru afmæli sem öllum er boðið í!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar