Karlalið GKG lið ársins í Garðabæ

Karlasveit meistaraflokks GKG sigraði á íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Þetta var áttundi sigur karlaliðsins frá upphafi, en fyrsti sigurinn kom 2004.

Undirbúningur liðsins var mjög faglegur og frábær liðsandi gerði gæfumuninn í jafnri keppni og stóðu allir liðsmenn fyrir sínu og skiluðu stigum fyrir heildina.

Þjálfari: Andrés Jón Davíðsson.

Með sigrinum vann sveitin sér inn þátttökurétt á EM klúbbliða (European Club Team Trophy). Fyrir hönd GKG léku Gunnlaugur Árni, Kristófer Orri og Hjalti Hlíðberg. Þeir náðu prýðisárangri og lentu í 13. sæti af 22 liðum.

Mynd: Liðsmenn sveitarinnar voru: Aron Snær Júlíusson, Breki G. Arndal, Guðjón Frans Halldórsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Hjalti Hlíðberg Jónasson, Kristófer Orri Þórðarson, Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar