Karlalið GKG lið ársins í Garðabæ

Karlasveit meistaraflokks GKG sigraði á íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Þetta var áttundi sigur karlaliðsins frá upphafi, en fyrsti sigurinn kom 2004.

Undirbúningur liðsins var mjög faglegur og frábær liðsandi gerði gæfumuninn í jafnri keppni og stóðu allir liðsmenn fyrir sínu og skiluðu stigum fyrir heildina.

Þjálfari: Andrés Jón Davíðsson.

Með sigrinum vann sveitin sér inn þátttökurétt á EM klúbbliða (European Club Team Trophy). Fyrir hönd GKG léku Gunnlaugur Árni, Kristófer Orri og Hjalti Hlíðberg. Þeir náðu prýðisárangri og lentu í 13. sæti af 22 liðum.

Mynd: Liðsmenn sveitarinnar voru: Aron Snær Júlíusson, Breki G. Arndal, Guðjón Frans Halldórsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Hjalti Hlíðberg Jónasson, Kristófer Orri Þórðarson, Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins