Kaldavatnslaust í Garðabæ – tenging á Vífilsstaðalögn

Miðvikudaginn 3. júlí verða gerðar breytingar á vatnsveitu Garðabæjar, þegar ný Vífilsstaðalögn verður tengd.

Allir íbúar og fyrirtæki í Garðabæ mega búast við vatnsleysi eða litlum þrýstingi á vatni frá klukkan 22 miðvikudagskvöldið 3. júlí. Um klukkan 2 um nóttina (aðfararnótt fimmtudagsins 4. júlí) á kaldavatnið og þrýstingur að koma aftur á.

Mikilvægt er að íbúar tryggi að ekki sé opið fyrir vatnskrana svo ekki verði skemmdir þegar vatnið kemur aftur á.

Nánari upplýsingar á samfélagsmiðlum og vef Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar