Bókasafn Garðabæjar fagnar 55 ára afmæli sínu mánudaginn 18. desember kl 17:30 með upplestri og söng – og auðvitað afmælisköku! Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, mun syngja nokkur lög auk þess sem rithöfundar frá Garðabæ lesa úr nýjustu bókum sínum. Bjarni Bjarnason, bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2019, les úr nýjustu bók sinni, Dúnstúlkan í þokunni, sem er tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í ár. Einnig mun Unnur Lilja Aradóttir, rithöfundur úr Garðabæ, lesa úr bókinni Utan garðs, sem kom út fyrr á árinu. Bókasafn Garðabæjar býður öllum vinum og velunnurum í þessa skemmtilegu afmælisveislu.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins