Kaka, söngur og upplestur á 55 ára afmæli Bókasafns Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar fagnar 55 ára afmæli sínu mánudaginn 18. desember kl 17:30 með upplestri og söng – og auðvitað afmælisköku! Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, mun syngja nokkur lög auk þess sem rithöfundar frá Garðabæ lesa úr nýjustu bókum sínum. Bjarni Bjarnason, bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2019, les úr nýjustu bók sinni, Dúnstúlkan í þokunni, sem er tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna í ár. Einnig mun Unnur Lilja Aradóttir, rithöfundur úr Garðabæ, lesa úr bókinni Utan garðs, sem kom út fyrr á árinu. Bókasafn Garðabæjar býður öllum vinum og velunnurum í þessa skemmtilegu afmælisveislu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar