Það kom mér í opnu skjöldu um síðustu áramót þegar ég uppgötvaði að það eru 20 ár síðan ég hóf störf sem sóknarprestur í Garðabænum. Þetta hefur verið gríðarlega dýrmætur tími og ég fer ekki ofan af því að það er ekki hægt að vera í betri söfnuði að þjóna. Samstaðan með kirkjunni og stuðningur við starfið er ósvikið. Ég hef oft mætt kærleika og stuðningi frá fólki í okkar frábæra bæjarfélagi, en aldrei eins og í vetur þegar ég hef horft fram á að greinast með krabbamein. Ég vil þakka fyrir allan stuðninginn sem hefur streymt til mín, það hefur verið ómetanlegt.
Nú í lok janúar fer ég í veikindaleyfi, þar sem ég er á leið til Svíþjóðar í meðferð. Hvað varðar prestsþjónustuna þá munu prestarnir Sigurvin Lárus Jónsson og Matthildur Bjarnadóttir skiptast á að sinna sóknarprestshlutverkinu. Þá kemur sr. Arna Grétarsdóttir inn í hálfa prestsstöðu næstu mánuðina þeim til stuðnings, en hún er sóknarprestur í Reynivallaprestakall og þjónar þar samhliða afleysingunni.
Þegar stóru lífsverkefnin koma upp í fangið okkar er dýrmætt að eiga góða að og það á ég í svo breiðum skilningi. Ég er svo lánsöm að geta farið frá með þá vissu í hug og hjarta að allt mun vera í góðum höndum og ég er þakklát fyrir að vera borin á bænarörmum. Orðin sem ég fer með mér til Svíþjóðar eru stöðugt lifandi í mínu hjarta, en aldrei eins og núna: ,,Þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Davíðssálmar 23:4)
Kær kveðja, Jóna Hrönn Bolladóttir
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins