Frá og með haustinu verður Jónshús, félagsaðstaða eldri borgara í Garðabæ opin lengur tvo daga í viku.
Mikil ánægja er með þessa breytingu, en notendur hafa kallað eftir því að geta setið lengur og notið samverunnar í Jónshúsi. Frá og með 1. september verður opið lengur á mánudögum og fimmtudögum, það er að segja til klukkan 17 og hægt verður að njóta veitinga til lokunar, en eins og gestir í Jónshúsi vita er kaffihúsið þar á heimsmælikvarða! Garðabær er alltaf að leita leiða til að bæta þjónustuna sem bærinn veitir og er mikil ánægja með þessa breytingu.
Hjarta starfsemi eldra fólks í Garðabæ
Jónshús er kjarninn í starfsemi eldra fólks í Garðabæ, mikil bæjarprýði og samstarf Garðabæjar og Félaga eldri borgara hefur verið mjög heillaríkt.
Í Jónshúsi hittist fólk til að spjalla, spila og fylgjast með fræðsluerindum, skemmti- atriðum, hlusta á tónlist og undanfarið hafa forsetaframbjóðendur verið duglegir að kynna sig fyrir eldra fólki Garðabæ-jar. Samfélagið í Jónshúsi er afskaplega gott og fer vaxandi. Þjónustuna nota fjöl-margir og hefur eftirspurnin eftir henni aukist sérstaklega á undanförnum vikum.
Jónshús er nú opið alla daga frá 8-16 og verður í allt sumar, en engin skipulögð dagskrá verður yfir hásumarið í húsinu. Allir eru þó velkomnir að koma í Jónshús, hittast, spila og spjalla og kaupa sér veit- ingar.