Jólalegt kósíhús fyrir bæjarbúa á Garðatorgi

Glerskálinn á Garðatorgi hefur nú verið tekinn í notkun en um skemmtilega nýjung er að ræða og notalegt afdrep fyrir gesti og gangandi.

Á Bæjarskrifstofu Garðabæjar gengur skálinn undir nafninu „kósíhús“ en hver veit nema húsið fái formlegra nafn á næstu misserum.

Ljósaseríur og jólaskraut prýða skálann núna og skapa afar notalega stemmningu, húsið mun svo framvegis verða skreytt í takti við árstíðirnar.

Hugguleg stund og fylgst með mannlífinu á torginu

Í kósíhúsinu er hægt að setjast niður og eiga huggulega stund og fylgjast með mannlífinu á torginu. Þá er tilvalið að koma við hjá söluaðilum á Garðatorgi og versla kræsingar áður en rölt er yfir í kósíhúsið.

Opnunartíminn er alla daga frá 07:00 til 19:00.

Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér kósíhúsið, ganga vel um það og svo sjáumst við á Garðatorgi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins