Jól í skókassa – góðgerðarverkefni í Álftanesskóla

Nýlega tók yngsta stig í Álftanesskóla þátt í góðgerðarverkefninu „Jól í skókassa“.

Verkefnið snýst um að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með þátttöku í verkefninu er einnig verið að vinna að 5 heimsmarkmiðum, þ.e. heilsa og vellíðan, menntun fyrir öll, aukinn jöfnuður, ábyrg neysla og framleiðsla og að lokum samvinna um markmiðin.

Nemendur og starfsfólk lögðu til leikföng, skóladót, hreinlætisvörur, sælgæti og föt og röðuðu í skókassa en alls voru 27 kassar fylltir af gjöfum sem verða svo sendir til Úkraínu ásamt þúsundum annarra skókassa.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins