Jól í skókassa – góðgerðarverkefni í Álftanesskóla

Nýlega tók yngsta stig í Álftanesskóla þátt í góðgerðarverkefninu „Jól í skókassa“.

Verkefnið snýst um að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með þátttöku í verkefninu er einnig verið að vinna að 5 heimsmarkmiðum, þ.e. heilsa og vellíðan, menntun fyrir öll, aukinn jöfnuður, ábyrg neysla og framleiðsla og að lokum samvinna um markmiðin.

Nemendur og starfsfólk lögðu til leikföng, skóladót, hreinlætisvörur, sælgæti og föt og röðuðu í skókassa en alls voru 27 kassar fylltir af gjöfum sem verða svo sendir til Úkraínu ásamt þúsundum annarra skókassa.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar