JóiPé heldur listasýningu tileinkaða ömmu sinni, Margréti Thorlacius

Jóhannes Damian Patreksson, sem kunnugur er landsmönnum undir nafninu JóiPé er ekki bara hæfileikaríkur tónlistarmaður, heldur er kappinn einnig álitlegur myndlistarmaður, en hann heldur sýningu í Gróskusalnum á Garðatorgi dagana 16. og 17. september sem hann tileinkar ömmu sinni Margréti Thorlacius.

,,Þetta er sýning um ömmu mína Margréti Thorlacius. Amma á sérstakan stað í mínu hjarta og held ég mikið upp á hana,“ segir Jóhannes.

Hefur einstaka sýn á lífið

,,Amma hefur einstaka sýn á lífið því sama hvað bítur á þá er hún alltaf jákvæð, traust og glaðlynd. Saman höfum við baukað margt í gegnum tíðina, en með henni lærði ég að dunda mér og trúa á sjálfan mig. Það var sama hvaða hugmynd ég fékk, amma var alltaf móttækileg og til í að hjálpa mér að framkvæma hana. Hún hjálpaði mér að finna mína fjöl og ýta mér í þá átt sem mig langaði að fara. Sýningin mun innihalda prentverk, ljósmyndir og myndbandsverk. Á prentverkunum fylgja góðir frasar sem amma var gjörn að segja. Í myndbandsverkinu má sjá gömul fjölskyldumyndbönd sett saman yfir tónverk samið eftir mig og Magnús Jóhann Ragnarsson. Þessi sýning er þakklættisvottur fyrir gleðina og hjálpina sem amma mín hefur  veitt mér og öllu sínu fólki í gegnum árin,“ segir hann.

Eins og áður segir verður sýningin 16. og 17. sept. í Gróskusal á Garðatorgi frá kl. 13-15 báða dagana.

Myndin er af Margréti Thorlacius

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar