Jazzþorpið yfirtekur Garðatorg dagana 19.-21. maí. Verður frábær skemmtun!

Það hefur líklega ekki farið fram hjá Garðbæingum að dagana 19. – 21. maí breytist Garðatorgi 1-4 í Jazzþorp. Hugmyndina á Ómar Guðjónsson sem ráðinn var til að stjórna jazzhátíð bæjarins sem hefur undanfarin 16 ár verið haldin með svipuðu sniði.

Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi var tekin tali um þessa nýju og fersku hátíð, Jazzþorpið í Garðabæ. „Fjölskylduvæn hátíð þar sem jazztónlist og ýmislegt henni tengt er í forgrunninn er hugmynd sem menningar- og safnanefnd Garðabæjar féll fyrir,“ segir Ólöf.

Ekki bara nokkrir tónleikar heldur líka annarskonar viðburðir

,,Ómar Guðjónsson sem er Garðbæingur í húð og hár hefur mjög skýra sýn á hvers konar viðburði, hátíðir og stemningu hann vill sjá fyrir Garðbæinga og þeirra gesti allt árið um kring í Garðabæ. Að nýta miðbæ Garðabæjar og umbreyta göngugötunni á Garðatorgi 1-4 var eitthvað sem nefndinni finnst frábært og það að hátíðin snérist ekki eingöngu um nokkra tónleika heldur annarskonar viðburði líka. Hádegistónleikar eru til dæmis mjög fjölskylduvænir en á laugardeginum verða það Skuggamyndir frá Býsans sem leika á litla sviðinu klukkan 12 og á sunnudeginum verða það Uppáhellingarnir með Ragnheiði Gröndal sem flytja lög Jóns Múla við texta Jónasar bróður hans en sá dagur er einmitt tileinkaður þeim bræðrum,” segir hún.

Fyrir fólk á öllum aldri

,,Fólk á öllum aldri ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi eða bara komið við til að fá sér jazzsúpu og drykk í kósístofum sem Góði hirðirinn skaffar húsgögnin í,” segir Ólöf og heldur áfram: ,,Til að umbreyta Garðatorgi í Jazzþorp fengum við svo Kristínu Ómarsdóttur til að hanna útlitið enda þarf stemningin að smella saman við frábæra tónlistarmenn sem verða á sviðinu. Kristín kom á samstarfi við Góða hirðin sem lánar húsgögnin en þau verða líka til sölu á meðan á hátíðinni stendur, vonandi nýtir fólk tækifærið og festir kaup á góðum gripum. Fróðir jazzarar sem halda fyrirlestra og kviss, nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram, ljósmyndasýning og jazzaðar veitingar gera Jazzþorpið vonandi að hátíð sem er komin til að vera í Garðabæ og við getum verið stolt af,“ segir Ólöf Breiðfjörð að lokum.

Kristin Ómarsdóttir og Ómar Guðjóns

Jazzgeggjuð dagskrá á Garðatorgi

Jazzþorpið í Garðabæ yfirtekur Garðatorg 1-4 dagana 19. – 21. maí. Fram koma margir af helstu jazztónlistarmönnum landsins svo sem Mezzoforte en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Ómar Guðjónsson.

Föstudagur 19. maí

Á litla sviði kl. 17:00
Opnun Jazzþorpsins. Ómar Guðjónsson listrænn stjórnandi þorpsins opnar hátíðina ásamt Almari Guðmundssyni bæjarstjóra.

Ife Tolentino leikur brazilísk lög.

Jazzljósmyndasýning, jazzbjór, jazzbíó, náttúruvín, kaffibíllinn, fiskisúpa, jazzplötubúð og kósístofur.

Á stóra sviði kl. 20:00
Louis Armstrong tribute
Arctic Swing Quintet:
Snorri Sigurðarson – Trompet
Haukur Gröndal – Saxófón
Kjartan Valdimarsson – Píano
Þorgrímur Jónsson – Kontrabassi
Eric Quick – Trommur
Sérstakur gestur Sigurður Guðmundsson

Klukkan 22.00 – 23.00
Dj Sammi Jagúar þeytir skífum í kósístofum

Laugardagur 20. maí

Klukkan 11.00
Þorpið opnar, plötubúð, kaffi, súpa, jazzbjór, náttúruvín og kósí

Á litla sviði: Klukkan 12.00
Skuggamyndir frá Býsans.
Tónlist frá Balkanskaganum.

Ásgeir Ásgeirsson – Gítar
Þorgrímur Jónsson – Bassi
Matti Kallio – Harmonikka
Eric Quick – Trommur

Klukkan 15.30
Jazzspjall Jónatans Garðarssonar

Klukkan 16.30
Ungir jazza. Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar koma fram.

Klukkan 17.30
Jazzkviss. Pétur Grétarsson fær til sín jazzara í kviss.

Á stóra sviði klukkan 20.00
Mezzoforte
Eyþór Gunnarsson – Hljómborð Friðrik Karlsson – Gítar
Jóhann Ásmundsson – Bassi
Jonas Wall – Saxófónn
Ari Kárason – Trompet
Rumen Dalen – Trommur

Á litla sviði kl. 22.30 – 23.00
Dj Sammi Jagúar heldur uppi stofu- stemningunni

Sunnudagur 21. maí

Tileinkaður Jónasi og Jóni Múla Árnasonum

Klukkan 11.00
Þorpið opnar dyr. Veitingasala og plötubúð og kósístemning.

Á litla sviði klukkan 12.00
Uppáhellingarnir
Lög Jóns Múla við texta Jónasar. Ragnheiður Gröndal – Söngur Matthías Hemstock – Trommur Steingrímur Teague – Píano Andri Ólafsson – Bassi Rögnvaldur Borgþórsson – Gítar

Klukkan 15.30
Jazzspjall. Tómas R. Einarsson segir frá Jói Múli í máli og myndböndum.

Klukkan 17.00
Ungir jazza. Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar leika Jóns Múla- og Jónasar lög.

Á stóra sviði klukkan 20.00
Lokatónleikar Jazzþorps Garðabæjar. Jónasar og Jóns Múla tribute.
Anna Gréta Sigurðardóttir – hljómsveitarstjórn og útsetningar
Anna Gréta Sigurðardóttir – Píano
Birgir Steinn Theodórsson – Kontrabassi Matthías Hemstock – Trommur Matthías Stefánsson – FIðla
Þórdís Gerður Jónsdóttir – Selló
Reynir Sigurðsson – Víbrafónn
Ásamt stórsöngvurunum:
Ragnheiði Gröndal, Kristjönu Stefáns, Högna Egils og Valdimari Guðmunds.

Á litla sviði:
DJ Sammi Jagúar lýkur dagskrá Jazzþorpsins 2023.

Það sem gerir stemninguna í Jazzþorpinu í Garðabæ einstaka:

• Góði hirðirinn skaffar húsgögn í kósístofur þorpsins, húsgögnin verða flest til sölu.
• Náttúruvín frá Tíu Sopum
• Jazzbjór frá Móa Ölgerðarfélagi
• Te&kaffi kaffibíllinn
• Fiskisúpan hans Kela
• Lucky Records Jazzplötubúð
• Jazzbíó
• Jazzljósmyndasýning, nýjar og eldri myndir eftir Rúnar Gunnarsson og Hans Vera

Forsíðumynd. Ólöf Breiðfjörð og Ómar Guðjónsson á Garðatorgi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar