Jakob keppir á heimsmeistaramótinu í skylmingum

Dagana 2.-10. apríl n.k. verður Heimsmeistaramót unglinga (U17, 17 ára og yngri) og ung-menna (U20, 20 ára og yngri) í skylmingum haldið í Dubai, í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Tveir unglingar á aldrinum 16 til 18 ára hafa verið valdir til þátttöku fyrir hönd Íslands og keppa þeir í skylmingum með höggsverði og stungusverði.

Annar þeirra er Garðbæingurinn Jakob Lars Kristmannsson, sem er fæddur 2004, en þrátt fyrir ungan aldur er Jakob margverðlaunaður skylmingarmaður hérlendis sem og erlendis enda er hann bæði Íslandsmeistari og Norðurlandameistari.

Það er mikill heiður fyrir Ísland og Garðbæinga að eiga þátttakanda á þessu sterka og umfangsmikla heimsmeistaramóti og ekki síður er það mikill heiður fyrir þá einstaklinga sem valdir hafa verið til þátttöku í þetta skiptið. Mótið er geysi sterkt og ekki síst viðamikið en þátttakendur eru fleiri en 1000 frá 100 löndum. Keppt er bæði í flokki 17 ára og yngri og í flokki 20 ára og yngri.

Jakob Lars Kristmannsson, keppir með höggsverð þann 2. apríl nk. í flokki 20 ára og yngri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar