Ítrekað hafnað

Á síðasta fundi bæjarráðs Garðabæjar lagði Sara Dögg Svanhildardóttir, fram eftirfarandi bókun, en hún var ósátt við svör sem hún fékk við fyrirspurn Garðabæjarlistans um stöðu innritunar barna í leikskóla bæjarins.

Bókunin hljóðar eftirfarandi: „Garðabæjarlistinn gagnrýnir þau vinnubrögð sem bæjarstjóri kýs að viðhafa í upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa. Í vikunni sem leið óskuðu bæjarfulltrúi og nefndarmaður leikskólanefndar ítrekað eftir upplýsingum frá fræðslusviði um innritun á leikskóla sveitarfélagsins.

Þeirri ósk var ítrekað hafnað á þeim forsendum að engar upplýsingar yrðu kynntar fyrr en á fyrirhuguðum fundi leikskólanefndar sem fram fer þann 15. september. Sú tímasetning finnst okkur í minnihlutanum ótæk miðað við þá stöðu sem uppi er varðandi innritun vegna skorts á leikskólaplássi.

Á bæjarstjórnarfundi þann 19. ágúst síðastliðinn fer bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar með upplýsingar um stöðu innritunar í leikskólana, sömu upplýsingar og fulltrúar Garðabæjarlistans höfðu óskað eftir án árangurs.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins