Íþróttalífíð í Garðabæ á yfirsnúningi! Allt að gerast í boltagreinunum!

Það verður sannkölluð íþróttaveisla í Garðabæ á næstu dögum og vikum þegar meistaraflokkar Stjörnunnar og Álftaness mæta í úrslitakeppnir í bæði körfubolta og handbolta auk þess sem bæði kvenna- og karlalið Stjörnunnar hefja keppni í Bestu deildinni í knattspyrnu á næstu dögum.

Úrslitakeppnin körfuboltans

Í körfuboltanum standa bæði Stjörnustúlkur og Stjörnustrákar frammi fyrir úrslitakeppni Bónusdeildarinnar ásamt karlaliði Álftaness, þar sem allt er undir og ekkert verður gefið eftir. Öll liðin hafa sýnt styrk og metnað í vetur og nú mun reyna á leikmenn og stuðningsfólk að halda dampi þegar mest á reynir. Karlalið Stjörnunnar endaði í 2. sæti í deildarkeppninni og mætir ÍR í 8-liða úrslitum, en liðið sem byrjaði Íslandsmótið feykilega vel hefur verið aðeins verið að láta undan í seinni hluta tímabils, en vonandi sína menn sitt rétta andlit nú þegar í úrslitakeppnina er komið. Álftanes hefur verið á uppleið í síðustu leikjum og er með gríðarlega sterkt lið, en Álftanes endaði í 6. sæti og mætir Njarðvík í 8-liða úrslitum. Kvennalið Stjörnunnar mætir einnig Njarðvík og það verður vonandi um hörkuleiki að ræða en Stjörnustúlkur enduðu í 7. sæti og Njarðvík í 2. sæti.

Úrslitakeppni handboltans

Í handboltanum er karlalið Stjörnunnar einnig að hefja úrslitakeppni og vonir standa til að liðið veiti Val harða samkeppni, en Stjarnan lék til úrslita í bikarkeppninni á dögum en tapaði í hörkuleik við Fram. Stjörnumenn geta unnið alla á góðum degi, en liðið endaði í 7. sæti og mætir Val eins og áður segir í 8-liða úrslitum.

Besta deildin að hefjast

Svo má ekki gleyma því að Besta deildin í knattspyrnu karla hefst nú í byrjun apríl og karlalið Stjörnunnar á heimaleik gegn FH í fyrsa leik tímabilsins, en hann fer fram á mánudaginn. Stjarnan mætir með töluvert breytt lið og fá vonandi með því ferskan kraft og góðum byr. Stjörnustúlkur hefja svo leik í Bestu deildinni 15. apríl nk. er þær mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli.

Það er því fullt í gangi, á öllum vígstöðvum um allan Garðabæ hjá Stjörnunni og Álftanesi og mun Garðabær óumdeilanlega lifna við þegar stuðningsfólk fjölmennir á leikina og hvetur sitt fólk og sín lið til sigurs.

Þeir sem unna Stjörnunni og Álftanesi ættu því að merkja dagana í dagatalinu, því það er nóg fram undan á vellinum, í höllunum og á pöllunum!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins