Ísold Norðurlandameistari í sjöþraut U18 annað árið í röð

Garðbæingurinn Ísold Sævarsdóttir, sem keppir fyrir FH varð um sl. helgi Norðurlandameistari í sjöþraut stúlkna U18 ára á ÍR vellinum í Skógarseli og varði því titilinn frá 2023 þegar mótið fór fam í Borås í Svíþjóð.

Ísold hlaut 5583 stig og bætti sinn besta árangur, en fyrra stigamet hennar var frá Norðurlandamótinu í fyrra sem var 5.277 stig. Hún bætti sig því um 306 stig, sem er frábær bæting. Ísold var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall um helgina.

Árangur Ísoldar í einstaka greinum:
100m grind | 14,00 sek. (+2,9) | 978 stig
Hástökk | 1,66m sb. | 806 stig
Kúla | 12,30m sb. | 681 stig
200m | 25,38 sek. (+2,3) | 852 stig
Langstökk | 5,77m (+2,3) | 780 stig
Spjót | 39,22m pb. | 652 stig
800m | 2:19,24 | 834 stig

Glæsilegur árangur hjá þessari frábæru íþróttakonu sem leikur einnig körfuknattleik með Stjörnunni í meist- araflokki, en Ísold lék frábærlega með liðinu sl. vetur, var valin í íslenska landsliðið auk þess sem hún var valin besti varnarmaður Subway-deildarinnar.

Ísold tryggði sér Norðulandameistaratitilinn annað árið í röð í U18 í sjöþraut um sl. helgi

Fer á EM U18 í júlí

Það er af nógu að taka hjá Ísold í frjálsum íþróttum á næstu vikum, en MÍ 15-22 ára er um helgina á Selfossi og helgina eftir það er MÍ fullorðinna á Akureyri. Þá fer hún á EM U18 sem fram fer 18.- 21. júlí í Banska Bystrica, Slóvakía. (Myndir fri.is)

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar