Íslandsbanki tekur 1% söluþóknun vegna Vetrarmýri

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku voru opnuð tilboð í þjónustu og ráðgjöf vegna úthlutunar lóðarréttinda og sölu byggingarrétta í Vetramýri.

Þrír þátttakendur, sem valdir voru í forvali, lögðu fram tilboð og samþykkti bæjarráð tilboð lægstbjóðanda sem var Íslandsbanka, en bankinn tekur 1% í söluþóknun vegna úthlutunar lóðarréttinda og sölu byggingarrétta í Vetramýri.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Íslandsbanki – Söluþóknun 1,0%

FS-Torg – Söluþóknun 1,49%

Kvikabanki – Söluþóknun 2,45%

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar