Irma stórbætti Íslandsmetið í þrístökki innanhúss

dóttir stórbætti Íslandsmetið í þrístökki innanhúss á Stökkmóti FH, sem fram fór í Kaplakrika um þar síðustu helgi, en Irma æfir með FH.

Stórbætti 25 ára gamalt met

Irma stökk lengst 13,13m og bætti þar með 25 ára gamalt met Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur um 30 sentímetra.

Irma átti frábæra stökkseríu og bætti Íslandsmetið í þrígang. Irma stökk 12,87m strax í fyrstu umferð og bætti met Sigríðar Önnu um 3cm. Annað stökk hennar var ógilt en það þriðja mældist 13,10m og var bæting á nokk- urra mínútna meti Irmu um 23cm. Fjórða stökkið var ógilt en það fimmta mældist 13,13m og þriðja bætingin á Íslandsmetinu staðreynd. Sjötta og síðasta stökk Irmu reyndist ógilt.

Irma situr nú í fimm af tíu efstu sætum listans yfir bestan árangur kvenna í þrístökki innanhúss frá upphafi, sem er magnaður árangur. Innanhússtímabilið er rétt að byrja og er Irma því til alls líkleg á komandi mótum. Íslandsmetið utanhúss er 13,18m og er í eigu Sigríðar Önnu.

Það eru mörg mót framundan hjá Irmu í byrjun árs, en ásamt því að æfa frjálsar af krafti þá stundar hún nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og þjálfar yngri flokka í frjálsum hjá FH

Irma er á 3. ári í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík og útskrifast þar næsta vor. Hún er einnig að þjálfa yngri flokka í frjálsum íþróttum samhliða námi og æfingum.

Það er svo margt framundan hjá henni en Irma keppir á stökk- og sprettmóti í Arhusum í lok janúar, hún keppir síðan á Reykjavík International Games í byrjun febrúar og stefnir síðan á að keppa á Norðulandamóti fullorðina í Svíþjóð um miðjan febrúar ásamt því að keppa á Meistaramóti Íslands og í Bikarkeppni Frí innanhúss.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar