Innritun í leikskóla Garðabæjar fyrir haustið 2024 hefur gengið vel og nú eru allir foreldrar barna sem þegið/fengið hafa leikskólapláss komnir með dagsetningu á upphafi aðlögunar. Vel hefur gengið að ráða starfsfólk í leikskólana þetta haustið, enn eru nokkrar lausar stöður sem eru í auglýsingu.
Öllum börnum á biðlista sem fædd eru í ágúst 2023 og eldri var boðin leikskólavist í vor.
- Úthlutun fyrir haustið fór fram í apríl þar sem alls voru innrituð 297 börn með nýjar umsóknir.
- Einnig voru afgreiddar 240 beiðnir foreldra um flutning á börnum á milli leikskóla í sveitarfélaginu.
- Í síðari úthlutun sem fór fram í maí var börnum fæddum í ágúst 2023 boðin leikskólapláss.
Aðlögun nýrra barna í leikskóla hófst í síðustu viku.
Unnið að inntöku 35 barna á biðlista
Staða biðlista er þannig að alls bíða 35 börn fædd í ágúst 2023 og eldri eftir leikskólaplássi en sótt var um vistun fyrir þau börn eftir að vorúthlutun fór fram. Nú er unnið að inntöku þessara barna.
Við innritun í leikskóla er tekið mið af kennitölu barna, þau elstu fá úthlutað fyrst. Í Garðabæ er fer fram innritun í laus leikskólapláss allt árið. Þegar pláss losnar er það boðið til barns á biðlista í samræmi við innritunarreglur.
Í gögnum úr Völu innritunarkerfi frá 11. ágúst eru alls 87 börn sem verða ársgömul síðar á þessu ári. Foreldrar þeirra barna verða upplýstir nánar um gang mála á næstu vikum.
Mönnun gengið vel en nokkrar stöður enn lausar
Garðabær vill laða til sín hæft og faglegt starfsfólk. Leikskólakennarar sem hafa áhuga á að kynna sér leikskólastarfið í Garðabæ er bent á síðuna www.starfabaer.is, en fjölmörg fríðindi eru í boði auk þess sem stytting vinnuvikunnar er að fullu komin til framkvæmda.
Í leikskólum Garðabæjar starfar samhentur hópur ólíkra einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn. Starfið fer allt fram í öflugri og líflegri teymisvinnu. Við kappkostum að skapa vinnustað þar sem allar hugmyndir fá að njóta sín og starfsfólk getur haft raunveruleg áhrif. Þannig gefum við fólkinu okkar tækifæri til að nýta krafta sína til að vaxa í starfi, hvar sem styrkleikarnir liggja.
Nokkrar praktískar upplýsingar fyrir fjölskyldur:
- Upplýsingar um innritun eru veittar í gegnum netfangið: [email protected]
- Vala leikskólakerfi heldur utan um flest sem viðkemur umsókn og leikskóladvöl barnsins.
- Foreldrum er sent bréf þegar barn fær leikskóladvöl. Foreldrar hafa 5 virka daga í umhugsunarfrest, eftir það er barnið tekið af biðlista.
- Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Garðabæ og sé búsett í bænum.
- Biðlistagreiðslur: Ef barn sem er orðið 12 mánaða og eldri er ekki byrjað í leikskóla en búið að fá úthlutað plássi er hægt að sækja um greiðslur þar til barnið byrjar í aðlögun á leikskólanum.
- Úthlutun fyrir haustið fór fram í apríl þar sem alls voru innrituð 297 börn með nýjar umsóknir.
Einnig voru afgreiddar 240 beiðnir foreldra um flutning á börnum á milli leikskóla í sveitarfélaginu.
Aðlögun nýrra barna hófst í þar síðustu viku.