Innritun í grunnskóla Garðabæjar

Innritun nemenda fyrir skólaárið 2024-2025 fer fram dagana 1. – 10. mars nk. 

Innrita þarf nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. 

Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 10. mars nk.

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum fyrir skólaárið 2024-2025 er til 1. apríl. Umsóknir fyrir nemendur sem stunda nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Garðabæjar . Það sama gildir fyrir nemendur með lögheimili utan Garðabæjar sem stunda nám í Garðabæ, sækja þarf um skólavist utan sveitarfélags hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.

Skólarnir sem innrita börn í 1. og 8. bekk kynna starf sitt fyrir verðandi grunnskólanemendum og foreldrum þeirra. Forráðamenn eru hvattir til að kynna sér skólastarf grunnskólanna í Garðabæ. Upplýsingar um kynningar og heimasíður grunnskólanna má finna í Garðapóstinum sem var dreift í gær og  á heimasíðu Garðabæjar. Hægt er að sjá Garðapóstinn á pdf inn á vefsíðunni, www.kgp.is undir útgefin blöð.

Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum fer fram á sama tíma, innritun fer fram á þjónustugátt Garðabæjar. Ef umsóknir fyrir næsta skólaár berast fyrir 15. júní fær barnið pláss á umbeðnu frístundaheimili. 

Umsóknir sem berast eftir þann tíma eru afgreiddar með tilliti til starfsmannahalds hverju sinni.

Innritun er rafræn og umsóknir eru á þjónustugátt Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar