Innleiðsla á nýju flokkunarkerfi í Garðabæ hefst 22. maí

Þann 22. maí hefst innleiðsla á nýju flokkunarkerfi í Garðabæ samkvæmt nýjum lögum um heimilissorp. Þetta er stórt framfaraskref í umhverfis- og loftslagsmálum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili en stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir plast. Innleiðsla á flokkunarkerfinu fer fram samtímis á öllu höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og er liður í að framfylgja lögum um hringrásarhagkerfi, sem tóku í gildi um áramótin. Innleiðingin mun taka um átta vikur í Garðabæ. „Ég tel okkur afar vel í stakk búinn til að taka þessari flokkunaráskorun,“ segir Stella Stefánsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar.

Stella Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar Garðabæjar

Sveitarfélagið skiptir út tunnum

Við sérbýli verður tunnum skipt út þegar innleiðing hefst og íbúar þurfa ekki að grípa til neinna aðgerða hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er og leitast við að koma tunnum fyrir í því rými sem er þegar til staðar við íbúðarhús þar sem það er unnt. Almennt fyrirkomulag við sérbýli verður hins vegar þrjár tunnur, sem fullnægir úrgangsþörf flestra heimila. Athygli er vakin á því að erfitt hefur reynst að tæma tvískiptar tunnu með plasti og pappír og því almennt lagt upp með að hafa þrjár tunnur við hvert sérbýli. Mismunandi fyrirkomulag verður við fjölbýli og fer útfærsla eftir aðstæðum hverju sinni.

Fyrir sérlausnir, eins og til dæmis fleiri eða færri tunnur, skulu íbúar hafa samand við þjónustuver Garðabæjar í haust, eftir að dreifingu á tunnum lýkur. Hafa ber þó í huga að öll heimili skulu flokka í fjóra flokka, óháð fjölda tunna.

Íbúar tileinka sér nýja flokkunarsiði

Íbúar munu því lítið þurfa að aðhafast í tengslum við þessa breytingu annað en að tileinka sér nýja flokkunarsiði. Við flest sérbýli bætist því við ný tunna, tvískipt, fyrir matarleifar og blandaðan úrgang en útfærslur verða breytilegar fyrir fjölbýli.

Eftir samræmingu verði fyrirkomulag eftirfarandi:

  • Ein tvískipt tunna fyrir matarleifar og blandaðan úrgang
  • Ein tunna fyrir pappa og pappír
  • Ein tunna fyrir plastumbúðir

Íbúar eru hvattir til að kynna sér vel hvað þarf að flokka en nánari leiðbeiningar um það á flokkum.is

Stærsta breytingin er flokkun matarleifa

Nú þegar flokka flest heimili plast og pappír. Stærsta breytingin felst í að öll heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar sem áður fóru saman með blönduðum úrgangi. Matarleifum verður safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvega íbúum ásamt körfu undir bréfpokana um leið og tunnuskiptin eiga sér stað. Pokarnir í þær verða aðgengilegir víða á höfuðborgarsvæðinu, í þjónustuveri Garðabæjar og þjónustumiðstöð Garðabæjar, endurgjaldslaust að minnsta kosti í eitt ár.

Karfan undir bréfpokana ætti að passa auðveldlega í flokkunarhirslur margra eldhúsinnréttinga og tryggir að það lofti um pokann.

Reynsla annarsstaðar frá bendir ekki til þess að það verði meiri lykt af þessu fyrirkomulagi en verið hefur. Bréfpokarnir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr matarleifunum. Hið samræmda flokkunarkerfi sveitarfélaganna mun því draga stórlega úr urðun og síðar brennslu á úrgangi og styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Grenndargámar fá nýtt hlutverk

Samhliða þessum breytingum verður grenndargámum gefið nýtt hlutverk við að taka á móti málmi, gleri, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum, sem samkvæmt lögum ber að flokka sérstaklega og safna í nágrenni við íbúa.

Tunnur fyrir nýja flokka byrja að berast heimilum 22. maí eftir hverfum og hefst dreifing í Hnoðraholti, Búðum, Lundum, Móum, á Garðatorgi og í Byggðum. Nánari upplýsingar má finna á www.flokkum.is og á vef bæjarins www.gardabaer.is

Tunnur fyrir nýja flokka byrja að berast heimilum 22. maí. Sjá fyrirhugaða dagsetningar hér fyrir neðan.

22.- 26. maí 2023
• Hnoðraholt

  • Búðir
  • Lundir
  • Móar
  • Garðatorg
  • Byggðir
  1. maí – 2. júní 2023
    • Búðir
  • Bæjargil
  • Hæðir
  • Akrar
  1. júní – 9. júní 2023
    • Ásar
  • Sjáland
  • Prýði
  • Við Álftaveg
  1. júní – 16. júní 2023
    • Flatir
  • Fitjar
  • Urriðaholt
  1. júní – 23. júní 2023
    • Grundir
  • Mýrar
  • Tún
  • Akrar
  • Arnarnes
  1. júni – 30. júní 2023
    • Álftanes
  • birt með fyrirvara um breytingar

Hvað þarf ég að flokka?

Matarleifar :  í tunnuna fer meðal annars:

  • Eggjaskurn
  • Matarleifar með beini
  • Kaffikorgur
  • Fiskiúrgangur
  • Athugið að við sérbýli verður tunnan tvískipt með blönduðum úrgangi. 

Blandaður úrgangur: í tunnuna fer meðal annars:

  • Dömubindi
  • Blautklútar
  • Bleyjur
  • Ryksugupokar
  • Athugið að við sérbýli verður tunnan tvískipt með lífrænum úrgangi.

Plastumbúðir: í tunnuna fer meðal annars:

  • Snakkpokar
  • Plastfilma
  • Plastpokar
  • Sjampóbrúsar

Pappír og pappi: í tunnuna fer meðal annars:

  • Dagblöð
  • Bréfpokar
  • Pítsakassar
  • Pappírsumbúðir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar