Niðurstöður úr rafrænum kosningum Betri Garðabæjar liggja nú fyrir. Kosningar stóðu yfir frá 8. maí til og með 20. maí 2024. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Garðabæjar um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.
15 verkefni hlutu brautargengi í kosningunum. Alls voru 20 verkefni á rafræna kjörseðlinum. Heildarfjármagn til framkvæmdar verkefnanna er 100 milljónir og verkefnin verða framkvæmd á næstu tveimur árum. Alls kusu 2078 eða um 13 % íbúa Garðabæjar sem voru á kjörskrá, þ.e. íbúar sem verða 15 ára á árinu (fæddir 2009) og eldri. Á kjörskrá voru 16045.
Öllum íbúum sem sendu inn hugmyndir, tóku þátt í umfjöllun um þær á hugmyndasöfnunarvefnum og kusu í rafrænu kosningunum er þakkað þátttökuna.
Verkefni sem fengið hafa kosningu eru:
Verkefni | Fjöldi atkvæða | Kostnaður |
Fjölskylduútisvæði miðsvæðis í Garðabæ | 1474 | 20 m. |
Innileikvöllur á Garðatorgi | 1208 | 5 m. |
Lagfæra stíga í Vífilsstaðahrauni | 1201 | 12 m. |
Bættur göngustígur frá Vífilsstaðavatni upp að vörðunni Gunnhildi | 1174 | 15 m. |
Afgirt hundasvæði | 985 | 5 m. |
Slökunarrými fyrir börn með greiningar og erfiðleika | 921 | 8 m. |
Endurnýja og breikka trébrýr yfir læki í Garðabæ | 905 | 5 m. |
Innileiksvæði í Ásgarði | 887 | 2 m. |
Púttvöllur í Sjálandi | 886 | 8 m. |
Lengsta rennibraut í Garðabæ í Urriðaholti | 769 | 6 m. |
Mínútu- og tempóklukkur fyrir sundlaugar í Garðabæ | 738 | 0,5 m. |
Sturtur við útiklefann í Álftaneslaug | 634 | 4 m. |
Körfuboltaspjöld við öldulaug í Álftaneslaug | 589 | 0.5 m. |
Skolaðstaða fyrir siglingaklúbbinn | 508 | 5 m. |
Stytta af kettinum Sushi | 334 | 1 m. |
Samtals | 13213 | 97 m. |
Betri Garðabær er þróunarverkefni sem verður þróað áfram með íbúum út frá reynslu, ábendingum og þátttöku.
Forsíðumynd: Innivöllur á Garðatorgi varð í 2. sæti