Inga Rós Reynisdóttir

Garðar Grásteinn – kynning á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars nk.

Hver ert þú og hvaða sæti sækist þú eftir?

Inga Rós Reynisdóttir heiti ég 33 ára íbúi í Urriðaholtinu, þar bý ég með Arnari Dóra Ásgeirssyni og 4 börnum okkar á aldrinum 2-12 ára.

Ég ólst upp og hef búið lengst af ævinni í Garðabænum, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og síðar Viðskiptafræði og meistaragráðu í reikningshaldi og end-urskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Ég hef haldgóða þekkingu frá atvinnulífinu, vann hjá Deloitte í áhætturáðgjöf í 5 ár þar sem innri endurskoðun og gerð staðfestinga skýrsla voru mín helstu sérsvið. Nú starfa ég sem viðskiptastjóri verslana og veitinga á Keflavík-urflugvelli. Ég óska eftir stuðning í 6. sæti.

Af hverju býður þú þig fram?

Ég býð mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel gríðarlega mikilvægt að hverskonar hópar sem taka mikilvægar ákvarðanir eins og stjórnir fyrirtækja og bæjarstjórnir innihaldi fjölbreytta flóru fólks, fólk með mismunandi þarfir og á mismunandi stað í lífinu, þannig er hægt að tryggja að sem flest sjónarhorn séu skoðuð áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar fyrir heildina. Listi xD á síðasta kjörtímabili skorti rödd yngri kyn-slóðarinnar, foreldra barna í leikskóla og íbúa Urriðaholts. Í haust mun ég eiga börn á öllum stigum grunnskólans, leikskólabarn og búa í Urriðaholti.

Það er frábært að búa í Garðabæ, ég sé mikið af tækifærum þar sem við getum styrkt inn-viði og þjónustu en á sama tíma viðhaldið tryggri og íhaldssamri hagstjórn, með lágum álögum.

Með snjöllum lausnum eins og stafrænni þróun getum við sparað mikla fjármuni til langs tíma og veitt íbúum betri innsýn og skilvirkari þjónustu.

Hverjar eru þínar helstu áherslur?

Mínar helstu hugsjónir eru að einfalda líf allra íbúa og veita framúrskarandi þjónustu. Ég vil tryggja öllum grunnskólabörnum tækifæri á að iðka félagsstarf innan grunnskólans frá a.m.k. 4. bekk, það er virkileg þörf á innspýtingu í félagsstarf eftir Covid.

Einnig vil ég taka hugsjón um félagsstarf lengra og opna ungviðahús eða félagsmiðstöð án aldurs, styrkja frumkvöðlastarf í bænum og lengja opnun sundlauga.

Það er dýrmætt að ganga að leikskólaplássi við 12 mánaða aldurinn, en það þarf líka að standast. Við þurfum að leysa starfsmannavanda með því að gera starfsumhverfi leikskólastarfsmanna betra.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar