Íbúðum fjölgað úr 664 íbúðum í 795 íbúðir í Vetrarmýri

Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar.

Tillagan gerir ráð fyrir að íbúðum innan deiliskipulagssvæðis Vetrarmýrar fjölgi úr 664 íbúðum í 795 íbúðir. Íbúðagerðir breytast ekki og áfram verður miðað við að flatarmál íbúða sé 100 m² að meðaltali. Þannig verði stefnt að því að bjóða upp á fjölbreyttar íbúðir í ólíkum stærðum. Áfram er miðað við lágmarkskröfur sem eru 1,5 bílastæði á íbúð 90 m² eða stærri og 1 bílastæði á íbúðir minni en 90 m².

Nýlega var samþykkt breyting á deiliskipulagi Vetrarmýrar um almenna heimild til að byggja bílakjallara á tveimur hæðum undir húsum. Við þá breytingu rýmkast möguleikar byggingaraðila um að fjölga bílastæðum umfram lágmarkskröfur.

Bílastæði sem áður áttu að vera í tveimur sjálfstæðum bílahúsum meðfram Reykjanesbraut (Vetrarbraut 9) verða byggð sem kjallarar undir tveimur skrifstofubyggingum sem verða 5 hæðir. Í þessum húsum auk þriðju skrifstofubyggingarinnar sem verður 4 hæðir á reitnum Vetrarbraut 13 verða lágmarkskröfur um bílastæði auknar þannig að í stað þess að hafa eitt bílastæði á hverja 100 m² verður gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 60 m² atvinnuhúsnæðis. Byggingarreitur fyrir lóðarinnar við Vetrarbraut 1 skiptist og verður Vetrarbraut 1 og 3.

Atvinnuhúsnæði minnkar úr 36.461 m² í 29.558 m²

Auk þess gerir tillagan ráð fyrir því að atvinnuhúsnæði minnki úr 36.461 m² í 29.558 m². Í tillögunni er gert ráð fyrir að ekkert atvinnuhúsnæði verði á lóðinni við Vetrarbraut 1og 3.

Á öðrum lóðum ætluðum fyrir atvinnuhúsnæði í gildandi deiliskipulagi að frátaldri lóðinni við Vetrarbraut 14 við suðurenda íþróttaleikvangs, verður eingöngu atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Hinsvegar koma nýjar byggingar ofan á bílahús meðfram Reykjanesbraut eingöngu ætlaðar fyrir atvinnuhúsnæði.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins