Íbúafundur um deiliskipulag íbúðabyggðar við Víðiholt og deiliskipulag hesthúsabyggðar á Álftanesi

Nýr tími fyrir kynningarfund um deiliskipulagstillögur á Álftanesi, deiliskipulag íbúðabyggðar við Víðiholt og deiliskipulag hesthúsabyggðar, verður föstudaginn 4. febrúar nk. kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í fundarrými Garðabæjar í Sveinatungu á Garðatorgi 7 og jafnframt í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Gögn um deiliskipulagstillögurnar eru á gardabaer.is

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur auglýst tillögur að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt og deiliskipulagi hesthúsabyggðar á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan að íbúðarbyggðinni nær til óbyggðs svæðis á milli hesthúsabyggðar og íbúðarbyggðar við Asparholt. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á 2-3 hæðum, alls 75 íbúðir í fjölbýli og raðhúsum, aðkomuvegi frá Breiðumýri og opnu svæði til norðvesturs. Tillagan um hesthúsahverfið í Breiðumýri tekur m.a. á hesthúsabyggð, félagsheimili, reiðskemmu og reiðstígum en markmiðið með deiliskipulaginu er að svæðið falli vel að nærliggjandi íbúðarbyggð.

Deiliskipulagstillögurnar og gögn má finna á vef Garðabæjar, gardabaer.is. Athugasemdarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 16. febrúar 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir, annað hvort á netfangið [email protected] eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.

Kynningarfundur í beinni útsendingu – föstudaginn 4. febrúar kl. 16

Nýr tími fyrir kynningarfund er föstudagurinn 4. febrúar nk. kl. 16:00-17:30 Fundurinn verður haldinn í fundarrými Garðabæjar í Sveinatungu, Garðatorgi 7, þar sem takmörk eru á fjölda gesta og grímuskylda. Fundinum verður einnig streymt beint á fésbókarsíðu Garðabæjar, þar sem allir geta fylgst með fundinum í beinni útsendingu og einnig hægt að horfa á fundinn síðar. Hægt verður að senda inn spurningar á meðan á fundinum stendur í gegnum útsendinguna á fésbókarsíðunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar