Íbúafundur í Urriðaholti í kvöld kl. 19:30

Í september verður blásið til íbúafunda undir yfirskriftinni ,,Hvað finnst þér?“ með Almari Guðmundssyni bæjarstjóra Garðabæjar og sviðsstjórum hjá bænum. Íbúafundirnir verða haldnir miðvikudagana 7., 14. og 21. september og þriðjudaginn september kl. 19:30-21:00 í mismunandi skólum bæjarins.

Fyrsti fundur Urriðaholtsskóla í kvöld, miðvikudaginn 7. september kl. 19:30

Fyrsti fundur í röðinni verður haldinn miðvikudaginn 7. september nk. í Urriðaholtsskóla þar sem íbúar Urriðaholts eru sérstaklega velkomnir. Fundirnir eru upplýsinga- og samráðsfundir þar sem boðið er í samtal um það sem íbúum liggur á hjarta. Á fundunum verður kynning á helstu málefnum, s.s. skólamálum, fjölskyldumálum, umhverfismálum og framkvæmdum í hverfunum. Góður tími verður fyrir fyrirspurnir og umræður á staðnum. Boðið verður upp á kaffi og veitingar á staðnum.

Næsti fundir verða 14. september í Flataskóla, 21. september í Álftanesskóla og síðasti fundurinn verður haldinn 27. september í Sjálandsskóla.

Bænum hefur verið skipt niður í hverfi fyrir fundina en hverfaskiptingin er eingöngu leiðbeinandi og allir fundir eru opnir öllum og íbúar geta mætt á þann fund sem hentar best.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar