Íbúafundi frestað á Álftanesi

Íbúafundur um deiliskipulag íbúðabyggðar við Víðiholt og deiliskipulag hesthúsabyggðar á Álftanesi sem átti að halda 13. janúar verður haldinn fimmtudaginn 27. janúar nk. kl. 17-18:30.

Nánar verður tilkynnt um staðsetningu og fundarform þegar fyrir liggur hvernig samkomu-takmarkanir verða á þeim tíma.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur auglýst tillögur að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt og deiliskipulagi hesthúsabyggðar á félagssvæði hestamanna- félagsins Sóta á Álftanesi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar