Í krafti kvenna

Þær Álfheiður Ólafsdóttir og Árný Björk Birgisdóttir bjóða ykkur velkomin á sýninguna “Í krafti kvenna” Í Gróskusalnum Garðatorgi Garðabæ þann 4. desember kl. 14:00 til 17:00. Á sýningunni er kraftur konunnar og náttúrunnar í aðalhlutverki.

Frjálst flæði og næmni í blöndun lita skapa heillandi blæ í verkum Árnýar Bjarkar. Í landslags-myndum hennar tekst hún á við íslenska náttúru í abstrakt stíl. Hún útskrifaðist frá Arizona State University með BA í fine arts.

Vatnslitamynd eftir Árny Björk Birgisdóttur

Álfheiður vinnur með tengsl kvenna við marga þætti. Konan er tengiliður fjölskyldna, aflar tekna og er sívirk í skapandi heimi. Þar sem hraði nútímans er mikill stendur konan samt keik þótt á móti blási. Álfheiður tengir konuna við náttúruna og orkuna sem við öðlumst frá henni í ýmsum útfærslum bæði í fortíð og nútíð.

Álfheiður útskrifaði frá MHÍ. Hún á að baki fjölmargar sýningar bæði hérlendis og erlendis.
Álfheiður og Árný Björk eru báðar í Grósku Garðabæ og reka einnig Gallerý Grástein á Skólavörðustíg 4 ásamt völdum listamönnum. Sjá nánar verk þeirra hér: Álfheidurart og Árnýbjörkart á facebook.

Þótt á móti blási” olía á striga eftir Álfheiði Ólafsdóttur
Mynd eftir Álfheiði

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar