Hreyfing og dansleikur – dansað af hjartans list í FEBG

Þegar komið er jafndægur á vori þá er það nokkur vísbending um að vorið er í nánd. Kaldur og snjóþungur vetur setti nokkuð mark sitt á starfið hjá FEBG. Félagsstarfið er annars mjög blómlegt hjá félaginu.

Mikil áhersla er á hreyfingu og forvarnarátka með bætta heilsu

Nýlega var dansleikur í Jónshúsi og lék Dansbandið fyrir dansi. Það var mikið stuð og gleði eins og alltaf, Dansbandið leikur svo fjölbreytta tónlist að allir finna eitthvað við sitt hæfi eða koma bara og njóta þess að hlusta á lifandi tónlist.

Samstarf Taflfélags Garðabæjar og FEBG

Nýlega kom formaður Taflfélags Garðabæjar, Páll Sigurðsson færandi hendi og afhenti FEBG ný skákborð til notkunar í félagsstarfinu hjá FEBG í Jónshúsi. En félögin hafa mikinn áhuga á að koma upp skákæfingum í Jónshúsi og hafa æfingar verið á fimmtudögum kl. 13.00 í Jónshúsi og eru allir áhugamenn um skák velkomnir.

Efst á baugi í Garðabæ

Nýlega var Almar Guðmundsson bæjarstjóri með fróðlegan fyrirlestur í Jónshúsi hann fór yfir ýmsa þætti sem varða okkur íbúa Garðabæjar, ræddi um heilsugæsluna, umferðarmál, uppbygginguna á næstu árum bæði í Vetrarmýri og á Álftanesi, ræddi um möguleika á Vífilsstöðum, ánægju íbúa í könnunum, fjárhagslega stöðu, mávager og margt fleira fróðlegt. Fjölmenni var á fundinum og ljóst að félagar í FEBG láta sig mál líðandi stundar varða.

Samningur milli FEBG og Janusar – Heilsueflingar endurnýjaður

Á fundinum með bæjarstjóra var einnig undirritaður og endurnýjaður samningur á milli Félags eldri borgara í Garðabæ (FEBG) og Janusar heilsueflingar, um heilsueflingu eldra fólks í Garðabæ.

Dr. Janus Guðlaugsson fer fyrir verkefninu ásamt starfsfólki hans hjá Janusi heilsueflingu. Verkefnið er búið að vera í gangi í nærri tvö ár á vegum FEBG.

Samingur FEBG við Janus heilsueflingu byggir einnig á nýgerðum samningi FEBG við Garðabæ um félags- og heilsuræktarstarf eldri borgara í Garðabæ. Garðabær er þó ekki beinn aðili að samning FEBG við Janus heilsueflingu, en er stuðningsaðili hvað varðar aðstöðu og faglega ráðgjöf undir stjórn íþrótta-, tómstundaog forvarnarfulltrúa Garðabæjar. Verkefnið er einn af þessum stóru forvarnar- og heilsueflandi verkefnum sem félagið stendur fyrir til handa eldri íbúum Garðabæjar.

Páskabingó

Páskabingó var svo haldið föstudaginn 31. mars sl. á vegum FEBG í Jónshúsi. Að vanda voru afar glæslilegir vinningar og mikið fjölmenni eins og alltaf þega félagið stendur fyrir bingói.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar