Hrafnhildur Sigurðardóttir kennari í Sjálandsskóla hlaut Íslensku menntaverðlaunin

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunað var í fimm flokkum og er verðlaununum ætlað að vekja athygli á því góða starfi sem stundað er í skólum og á frístundasviði.

Verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu hlaut Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari við Sjálandsskóla í Garðabæ, fyrir fjölbreytta og hugmyndaríka útikennslu, þróun fjölbreyttra valgreina og leiðsögn við kennara og kennaraefni um útivist og umhverfismennt.

Í umsögn segir meðal annars:
,,Hrafnhildur gerir hverja kennslustund að ævintýri, hvort sem um er að ræða hefðbundin verkefni eða í fjörunni, á kajak, í fjallgöngu eða í útieldun. Ósjaldan má sjá nemendur Sjálandsskóla setja upp tjöld í nágrenninu, hjóla upp í Heiðmörk eða skoða lífríkið í flæðamálinu.

Nemendur sem af einhverjum ástæðum hafa átt erfitt uppdráttar í skólanum hafa notið aðstoðar Hrafnhildar. Hún hefur einstakt lag á því að nálgast nemendur, styrkja þá félagslega og bæta líðan.“

Forsíðumynd: Hrafnhildur ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands sem veitti henni verðlaunin á Bessastöðum.

Veittar voru viðurkenningar í fimm flokkum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins