Hönnunarmars fer að þessu sinni fram maí með fjölbreyttri dagskrá um alla borg en í Hönnunarsafninu verður dagskrá þriðjudaginn 3. maí frá kl. 17. Studio Allsber sem hefur dvalið í vinnustofu Hönnunarsafnsins undanfarna 3 mánuði ljúka dvöl sinni með uppskeruhátíð þar sem kynnt verða verkefnin Hundrað hlutir sem við heyrðum í sundi og Bíbí og Blabla. Þær Sylvía Dröfn Jónsdóttir, Silvía Sif Ólafsdóttir og Agnes Freyja Björnsdóttir verða í vinnustofunni til að spjalla við gesti og bollar og fleiri vörur sem þær hafa skapað í vinnustofudvölinni verða til sýnis. Þennan saman dag, 3. maí verður Sýndarsund eftir Hrund Atladóttur frumsýnt en það er sýndarveruleikaverk sem gestir geta upplifað í sýningarrýminu Pallinum. Vatnadísir eru á sveimi í sundlauginni sem fólk upplifir í Sýndarsundi Hrundar.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins