Hönnunarmars í maí í Hönnunarsafninu

Hönnunarmars fer að þessu sinni fram maí með fjölbreyttri dagskrá um alla borg en í Hönnunarsafninu verður dagskrá þriðjudaginn 3. maí frá kl. 17. Studio Allsber sem hefur dvalið í vinnustofu Hönnunarsafnsins undanfarna 3 mánuði ljúka dvöl sinni með uppskeruhátíð þar sem kynnt verða verkefnin  Hundrað hlutir sem við heyrðum í sundi og Bíbí og Blabla. Þær Sylvía Dröfn Jónsdóttir, Silvía Sif Ólafsdóttir og Agnes Freyja Björnsdóttir verða í vinnustofunni til að spjalla við gesti og bollar og fleiri vörur sem þær hafa skapað í vinnustofudvölinni verða til sýnis. Þennan saman dag, 3. maí verður Sýndarsund eftir Hrund Atladóttur frumsýnt en það er sýndarveruleikaverk sem gestir geta upplifað í sýningarrýminu Pallinum. Vatnadísir eru á sveimi í sundlauginni sem fólk upplifir í Sýndarsundi Hrundar.

Skuggi, bleikt ljós

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar