Sumir kylfingar koma vel undan vetri og með heppnina í fararbroddi í byrjun sumars, en nú þegar hafa þrír kylfingar farið holu í höggi á völlum GKG!
Full sveifla af litlu tíi
Fyrstur til að ná draumahögginu var Guðmundur Bernhard Jóhannsson, sem afrek- aði þetta strax á opnunardeginum á Mýrinni 8. maí! Guðmundur var á 9. holu og mældi 125 metra að pinna. ,,Það var smá meðvindur og ég tók því áttu-járn og fulla sveiflu af litlu tíi. Boltinn stefndi beint á pinna, lenti rétt fyrir framan flötina, skoppaði í átt að holu og rúllaði nokkra metra og beint ofaní,” segir Guðmundur.
Var lengi að átta mig á að þetta hefði gerst
Laugardaginn 11. maí fór Camilla Þóra Þórsdóttir holu i höggi á 2. braut á Mýrinni. Camilla byrjaði í golfi vorið 2020 og er með 28,3 í forgjöf. Í höggið góða notaði Camilla Ping GLE2 sjö járn og lenti boltinn rétt inn á flötinni og rúllaði í fallegum beint í holu! „Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu og var lengi að átta mig á að þetta hefði bara gerst,“ sagði Camilla.
Á dauða mínum átti ég fyrr von á
Loks gerðist það sama dag, í Opnunarmóti Leirdalsins að Heiða Hauksdóttir fór holu í höggi á 17. braut Leirdalsins. Heiða lýsir þessu svona: ,,Á dauða mínum átti ég fyrr von en að sjá á eftir boltanum í holuna í fyrsta höggi. Eftir að hafa x-að 16. holu, tína boltanum og hætta bara þá hugsaði ég að það dygði sennilega ekki að nota sömu kylfur og ég hætti með í fyrrahaust, yrði að breyta eitthvað taktíkinni þar. Helga sem var með í hollinu mældi fjarlægðina 92 metrar og ég tók hálfvita þrist-inn minn sló og hugsaði að þetta gæti nú mögulega dugað í mælinu þar sem boltinn fór ekki í bönkerinn. Og vá gleðin þegar við horfðum á eftir boltanum í holuna. Ótrúlegt bara,” segir hún brosandi.