Hofsstaðaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita í skák

Hofsstaðaskóli varð á laugardaginn Íslandsmeistari barnaskólasveita í skák en þetta er í fyrsta skipti sem skóli úr Garðabæ verður Íslandsmeistari. Sveitina skipuðu Jakob Þór Emilsson, Þorvaldur Orri Haraldsson, Helgi Þór Hallgrímsson og Benedikt Dagur Freysson en þeir eru allir í 3. R.J. og æfa saman í Taflfélagi Garðabæjar.

Þorvaldur sýndi stáltaugar í lokaskákinni

Í mótinu kepptu 22 skólar og tefldu fjórir í hverri sveit. Í fyrstu umferð vann Hofsstaðaskóli Reykjavíkurmeistara Rimaskóla og eftir um hálft mót var Hofsstaðaskóli orðinn efstur. Fyrir lokaumferðina var forystan 1,5 vinningar á Rimaskóla en í lokaumferðinni vann Rimaskóli sína viðureign fljótt 4-0. Hofsstaðaskóli þurfti því að lágmarki 3 vinninga gegn sterkri sveit Melaskóla. Þrjár skákir kláruðust nokkuð hratt og staðan var 2-1 fyrir Hofsstaðaskóla og allir söfnuðust í kringum síðustu skákina hjá Þorvaldi Orra. Hann sýndi stáltaugar og sigldi Íslandsmeistaratitlinum í hús með sigri. Aðeins munaði hálfum vinningi á Hofsstaðaskóla og Rimaskóla.

Fyrsti umferðin gegn Rimaskóla! F.v. Benedikt, Helgi Þór, Þorvaldur, Jakob Þór

Benedikt Dagur og Þorvaldur Orri  fengu borðaverðlaun fyrir árangur sinn í mótinu og gerði Benedikt sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir. Allir strákarnir stóðu sig frábærlega en Helgi Þór var bara hálfum vinning frá borðaverðlunum (sem fást fyrir 6 vinninga í 7 skákum) og Jakob tók að sér það krefjandi hlutverk að leiða sveitina á fyrsta borði og mætti öllum sterkustu skákmönnum aldursflokksins með flottum árangri.

Forsíðumynd: Íslandsmeistarar barnaskóla í skák – F.v. Þorvaldur Orri Haraldsson, Jakob Þór Emilsson, Benedikt Dagur Freysson, Helgi Þór Hallgrímsson og Harald Björnsson liðsstjóri drengjanna, en þjálfari þeirra í Taflfélagi Garðabæjar heitir Lenka Ptáčníková.

Þorvaldur sýndi stáltaugar í lokaskákinni, sigraði og tryggði þar með Hofsstaðaskóla Íslandsmeistaratitil barnaskóla í skák

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins