Hlaupapartýið Garmin Eldslóðin er núna á laugardaginn. Hlaupið er frá Vífilsstöðum í Garðabæ fram hjá Vífilstaðavatni upp í Heiðmörkina og til baka fyrir þau sem hlaupa 10 km hlaupið. Þau sem hlaupa 29 km fara áfram inn að Búrfellsgjá og að Helgafelli og koma sömu leið tilbaka. Afrekskonan Andrea Kolbeins féll alveg fyrir brautinni kallar Eldslóðina “Litla Laugavegshlaupið” en hún sigraði kvennaflokkinn í fyrra með glæsibrag.
Sannkallað brautarpartý
En þetta er ekki bara hlaup heldur hlaupapartý og það eru partý stöðvar í brautinni í boði Garmin. Doctor Victor skemmtir við endamarkið og þar verða líka matarvagnar. Allir þátttakendur fá þátttöku medalíu og ávísun á máltíð í matarvagni að eigin vali við endamarkið. Í brautarbingóinu verða verðlaun frá 66 Norður, Útilíf, Buff, Elko og fleiru frábærum aðilum.
Matarvagnar fyrir alla
Matarvagnarnir eru að sjálfsögðu opnir fyrir alla og við hvetjum áhugasama að koma og taka á móti hlaupurunum í hádeginu á laugardag, taka þannig þátt í partýinu og smakka á því við besta sem Matarvagnarnir hafa upp á bjóða. Spáin er góð aldrei þessu vant og það verður bara gaman.
Nánari upplýsingar www.vikingamot.is http://www.vikingamot.is/