Hlaupanámskeið að hausti

Hlaupahópur Stjörnunnar kynnir 4 vikna hlaupanámskeið sem hefst mánudaginn 20. september en við erum skemmtilegur og líflegur félagsskapur. Allir velkomnir, byrjendur jafnt sem þeir sem eru að koma sér í gang eftir hlé.

Sigurður P. Sigmundsson og Harpa Þorsteinsdóttir munu leiða námskeiðið en Harpa hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum í þágu íþrótta á samt því að hafa spilað knattaspyrnu fyrir Stjörnuna og íslenska landsliðið en Sigurður, betur þektur sem Siggi P í hlaupaheiminum hefur mikla reynslu af hlaupaþjálfun og hefur þjálfað fjölmarga hlaupara og hlaupahópa.

Tékkið endilega á okkur og prófið. Það kostar ekkert en getur skilað þér heilmiklu fyrir líkama og sál.
 
Hlaupahópur Stjörnunnar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar