Hinn klassíski leshringur gæddi sér á huggulegum veitingum

Leshringur Bókasafns Garðabæjar, hinn klassíski, stóð fyrir öflugu starfi í vetur, en meðlimir hittast tvisvar í mánuði og ræða saman um bókmenntir. Leshringurinn var stofnaður árið 2000 og hefur Rósa Þóra Magnúsdóttir verið umsjónarmaður frá árinu 2003. Margir meðlimir hafa sótt fundi árum saman og einn óslitið í 18 ár en það er hún Kolbrún Haraldsdóttir.

Á haustönn voru lesin verk Hallgríms Helgasonar og nokkrar vel valdar erlendar skáldsögur eftir höfunda, sem flestir hafa heimsótt Bókmenntahátíðina í Reykjavík en á vorönn var þemað séra Jakob Jónsson og rithöfundafjölskyldan mikla, ástandið, eftirstríðsárin, ferðalýsingar og ævisögur.

Vetrarstarfinu lauk um miðjan apríl og gerðu meðlimir sér þá glaðan dag og áttu notalega samverustund á safninu. Huggulegar veitingar voru í boði, lesin voru ljóð, sagðar sögur og spjallað á léttum nótum. Leshringurinn hefur aftur störf að nýju 26.september og eru nýir meðlimir hjartanlega velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins