Hilmar Snær náði besta árangri Íslands frá upphafi á vetrarólympíuleikunum

Garðbæingurinn og Íþróttakarl Garðabæjar 2020, Hilmar Snær Örvarsson, frá skíðadeild Víkings, átti frábæra nótt í Kína á vetrarólympíuleiknum fatlaðra. Hilmar keppti í svigi þar sem hann endaði í fimmta sæti með samanlagðan tíma upp á eina mínútu og 36,92 sekúndur.

Hilmar var rúmum þremur sekúndum frá pallsæti og sex sekúndum frá gullverðlaunum.

Hilmar var níundi eftir fyrri ferðina í svigi en bætti um betur í seinni ferðinni.

Fimmta sætið er besti árangur sem íslenskur keppandi hefur náð á vetrarólympíuleiknum fatlaðra frá upphafi, en þetta er í annað sinn sem Hilmar keppir á ólympíuleikunum. Hann varð í 13. sæti í sviginu á sínum fyrstu ólympíuleikum fyrir fjórum árum. Svigið var seinasta grein Hilmars á mótinu en hann keppti einnig í stórsvigi fyrr í vikunni. Hilmar er eini keppandi Íslands á mótinu.

Mynd. Hilmar Snær varð Íþróttakarl Garðabæjar 2020. Með honum á myndinni eru Gunnar Einarsson, bæjarsjtóri og Björg Fenger, formaður íþrótta- og tómstundaráðs

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar