Framkvæmdir eru hafnar í kringum útisvæði meðfram suðurhlið Garðatorgs 4, sem vísar út á Vífilsstaðaveg. Göngustígur við svæðið verður lokaður á meðan á framkvæmdum stendur.
Framkvæmdir fela í sér að haldið verður áfram með hellulögn fyrir framan blómabúð og hársnyrtistofu og veggur sem er fyrir framan Mathús Garðabæjar verður hækkaður um tvær raðir þannig að hægt verður að koma fyrir gróðurbeði fyrir framan hellurnar. Upphækkuð gróðurbeð munu ná áleiðis að inngangi að bílakjallara. Einnig verður stálkantur meðfram gróðurbeðum.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir tvær vikur, en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Gera má ráð fyrir smávægilegu raski á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og eins og fyrr segir verður göngustígur við suðurhlið hússins lokaður á meðan á vinnunni stendur.
Meðfylgjandi mynd sýnir hvar lokunin er, einnig bendum við gangandi vegfarendum á að nýta sér gangbrautina yfir Vífilsstaðaveg til að komast leiðar sinnar um þennan kafla Vífilsstaðavegs.
Forsíðumynd: Framkvæmdir eru hafnar í kringum útisvæði meðfram suðurhlið Garðatorgs 4, sem vísar út á Vífilsstaðaveg.