Heita­vatns­laust frá kl. 22.00 þann 8. nóv. í Garðabæ og á Álfta­nesi

Vegna viðgerðar á Suðuræð verður heitavatnslaust í Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti frá kl. 22:00 miðvikudaginn 8. nóvember. Stefnt er að því að heitu vatni verði aftur hleypt á um fimm tímum síðar og við búumst við að fullur þrýstingur verði kominn aftur á hjá öllum íbúum á svæðinu um kl. 7:00 fimmtudagsmorguninn 9. nóvember. 

Mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur. 

Við bendum húseigendum á að huga að innanhússkerfum. 

Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar