Heiðveig Hanna Friðriksdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Flataskóla en undanfarið skólaár hefur hún verið starfandi skólastjóri Flataskóla. Hún tekur formlega við stöðunni af Ágústi Frímanni Jakobssyni sem hefur verið í leyfi á þessu skólaári. Hún hefur átt farsælan kennslu- og stjórnunarferil innan grunnskóla og mun áfram leiða framsækið starf Flataskóla í samvinnu við alla aðila skólasamfélagsins.
Heiðveig Hanna er með leyfisbréf til kennslu og er í meistaranámi í stjórnun menntastofnana. Hún hefur starfað til fjölda ára við kennslu og á sviði skólastjórnunar sem deildarstjóri og skólastjóri. Í starfi sem skólastjóri hefur hún öðlast reynslu á sviði rekstrar og stjórnsýslu. Heiðveig hefur sýnt frumkvæði í skólaþróun eins og verkefnum innan réttindaskóla UNICEF, leiðsagnarnáms og teymiskennslu