Hátíð víða í Garðabæ

Þó að hefðbundin hátíðarhöld hafi ekki átt sér stað í Garðabæ á þjóðhátíðardaginn gerðu bæjarbúar sér glaðan dag en einsog myndirnar sýna var ýmislegt um að vera. Skátafélagið Vífill var með kanóa á ströndinni í Sjálandi sem og þrautabraut, Jóhanna Guðrún og Davíð skemmtu á nokkrum stöðum sem og Blásarakvintett. Opið var í burstabænum Króki og gamlir leikir kenndir á túninu, sundlaugar bæjarins voru opnar og tónlistaratriði settu hátíðlegan blæ. Föndurmiðjur fyrir alla fjölskylduna fóru fram á Garðatorgi og arabískur dans var stiginn. Þá lék hljómsveitin Karma Brigade á Garðatorgi. Um kvöldið var það bæjarlistamaður Garðabæjar 2020, Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari, sé söng fyrir fullum sal Tónlistarskóla Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar