Hátíð menningar, mannréttinda og margbreytileika – Fjölbreytileikanum fagnað

Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir fyrstu vikuna í ágúst en hátíðin fagnar 25 ára afmæli í ár. Dagarnir eru hátíð menningar, mannréttinda og margbreytileika. Hátíðin nær hápunkti um helgina með Gleðigöngunni þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag.

Í tilefni af Hinsegin dögum er flaggað fyrir utan ráðhús Garðabæjar við Garðatorg. Fyrir utan ráðhúsið má sjá regnbogagöngugötu sem vísar leiðina inn á Garðatorg og sumarstarfsmenn Garðabæjar sáu um að hressa upp á litina þegar viðraði til málningar í góða sumarveðrinu í vikunni.

Markmiðið með samstarfinu er að stórefla hinsegin fræðslu

Garðabær og Samtökin ´78 hafa undanfarin ár verið í samstarfi um fræðslu til starfsfólks grunn- og leikskóla, til stjórnenda, til félags- og frístundamiðstöðva og til nemenda grunnskóla sem og ráðgjöf til ungmenna. Markmiðið með samstarfinu er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu og um leið styðja við fræðslustarf um hinsegin málefni sem var fyrir.

Mynd: Flaggað við ráðhús Garðabæjar í tilefni Hinsegin daga

Fyrir utan ráðhús Garðabæjar má sjá regnbogagöngugötu sem vísar leiðina inn á Garðatorg



Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar