Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistari er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2024

Útnefning bæjarlistamanns Garðabæjar fór fram við hátíðlega athöfn í Sveinatungu sl. föstudag, en fiðlusmíðameistarinn Hans Jóhannsson er nýr bæjarlistamaður.

Hans fagnar nú 40 ára starfsafmæli og sýning á hljóðfærum hans sem fór fram í Ásmundarsal var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þó Hans hafi helgað sig nýsmíði á klassískum strengjahljóðfærum hefur hann einnig flutt fyrirlestra um hljóðfærasmíði og hljóðvistfræði víða um heim og tekið þátt í gerð sjónvarpsmyndar um efnið. Síðustu ár hafa hljóðrannsóknir á strokhljóðfærum verið eitt af verkefnum Hans en verkefnið er unnið með hópi vísindamanna og hljóðfærasmiða við Cambridge-háskóla í Bretlandi.

Við athöfnina lék strengjakvartett skipaður Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur selluleikara en þær léku allar á hljóðfæri eftir Hans Jóhannssonar, bæjarlistamanns Garðabæjar 2024.

Forsíðumynd: Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Torfi Geir Símonarson, Guðrún Arna Sturludóttir, Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi, Hans Jóhannsson bæjarlistamaður, Almar Guðmundsson bæjarstjóri og Steinunn Vala Sigfúsdóttir.

Fiðlusmíðameistarinn Hans Jóhannsson er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2024
Við athöfnina lék strengjakvartett skipaður Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur selluleikara en þær léku allar á hljóðfæri eftir Hans Jóhannssonar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar