Hámarksfjöldi íbúða við Eskiás fjölgar úr 276 í 298

Á fundi skipulagsnefndar var lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til fjölbýlishúsa við Eskiás 6, 7, 8 og 10.

Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða við Eskiás eykst um 22 eða úr 276 í 298.

Einnig að byggingarreitum á lóðunum nr. 7 og 10 við Eskiás verði breytt, þannig að þær íbúðargerðir sem þróaðar hafa verið á svæðinu gangi vel upp á lóðunum.

Auk þess gerir tillagan ráð fyrir því að hámarkshæðafjöldi hækki úr tveimur í þrjár hæðir á lóðinni nr.10 og á nyrðri byggingarreit meðfram Eskiási á lóðinni nr. 7.

Skipulagsnefnd hefur vísað tillögunni til auglýsingar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar