Hallveig Rúnarsdóttir gefur tónlistarnæringu

Miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 12:15 er komið að einni af ástsælustu söngkonum landsins, Hallveigu Rúnarsdóttur, að syngja á hádegistónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.  Með Hallveigu leikur Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari en þær stöllur ætla að bregða undir sig betri fætinum og syngja nokkrar aríur, m.a. eftir Mozart og Puccini. Auk þess munu þær flytja nokkur vel valin íslensk lög. 

Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tónlistarnæring sem fer fram einn miðvikudag í mánuði í sal Tónlistarskólans að Kirkjulundi 11. Tónleikarnir eru alltaf ókeypis og nú hefur grímuskylda verið afnumin og enn ríkari ástæða til að njóta.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar