Hálfur milljarður boðinn fyrir 12 lóðir í Prýðahverfi og Kumlamýri

Alls hljóðuðu 12 hæstu tilboðin í 12 lóðir í Prýðahverfi og Kumlamýri upp á rétt rúman hálfan milljarð, en tilboðin voru opnuð á dögunum á fundi bæjarráðs.

Þess ber að geta að sami einstaklingur átti hæsta tilboð í 4 einbýlishúsalóðir í Prýðahverfi og hefur hann fallið frá tilboði sínu í 3 lóðir. Það sama á við í Kumlamýri, en sömu einstaklingar áttu hæsta tilboð í 3 parhúsalóðir og hafa fallið frá tilboð sínu í 2 lóðir. Þar með verður rætt við þá aðila sem buðu næst hæst í lóðirnar og verður heildarupphæðin fyrir lóðirnar sjálfsagt eitthvað aðeins undir hálfum milljarði.

Hæsta tilboðið í einstaka lóð 51.050.00 kr.

Alls bárust 163 tilboð í 8 einbýlishúsalóðir í Prýðahverfi (sunnan gamla Álftanesvegar). Hæsta tilboðið var í lóðina við Kjarrprýði 3 sem var 51.050.000, en flest tilboðin bárust í lóðina Steinprýði 11 eða 27 talsins.

Annars skiptust tilboðin eftirfarandi:

Steinprýði 11 – alls 27 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 45.000.000

Steinprýði 2 – alls 18 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 40.000.000

Kjarrprýði 1 – alls 20 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 39.000.000.

Kjarrprýði 2 – alls 16 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 40.000.000

Kjarrprýði 3 – alls 23 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 51.050.000

Garðprýði 2 – alls 17 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 38.000.000

Garðprýði 4 – alls 22 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 38.000.000

Garðprýði 6 – alls 20 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 35.256.556

36 tilboð í lóðir í Kumlamýri

Alls bárust 36 tilboð í 4 parhúsalóðir við Kumlamýri. Hæsta tilboðið var í lóðina Kumlamýri 21-23 sem var 47.000.000, en flest tilboð bárust í lóðina Kumlamýri 6-8 eða 12 talsins.

Annars skiptust tilboðin eftirfarandi:

Kumlamýri 5-7 – alls 7 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 39.100.000

Kumlamýri 6-8 – alls 12 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 44.000.000

Kumlamýri 17-19 – alls 8 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 44.000.000

Kumlamýri 21-23 – alls 9 tilboð – hæsta tilboðið hljóðaði upp á 47.000.00

Alls bárust 36 tilboð í 4 parhúsalóðir við Kumlamýri

Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboðum í lóðir í Prýðahverfi og Kumlamýri, þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við söluskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi skv. söluskilmálum. Tilboðsgjöfum er veittur frestur til kl. 16:00 í dag, fimmtudaginn 20. júní til að skila tilskildum gögnum.

Bæjarráð samþykkti einnig að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem eru næsti í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í söluskilmálum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar